laugardagur, apríl 09, 2005

Ég lifi mjög spennandi lífi þessa dagana, ég fer á bókasafnið og læra og svo fer ég og hleyp. Svo fer ég aftur á bókasafnið og læri og fer svo heim og læri þar (so excisting)!!!
En 13 maí verður allt gott aftur, þá klára ég prófin eftir próftörn dauðans 3,5,9,10,11,12,13 maí! 19. maí er það svo Egyptaland og eftir það stuð í London þar til ég kem heim aftur:)

Kallinn kom í heimsókn rétt fyrir páska og var í næstum tvær vikur, yndislegt að fá hann aftur, fékk hann reyndar ekki allan aftur enda skyldi hann eftir 13 kíló í Kabúl!! Við áttum æðislegar stundir saman á milli þess að ég lærði og hann fór í golf:) Btw mæli eindregið með því að fara á London Aquarium það er svo róandi að horfa á stórt fiskabúr fullt af hákörlum, ég veit þetta hljómar skringilega en er endalaust róandi!! Julia Roberts í Closer hafði rétt fyrir sér:)

Brói og Arna koma svo til UK á þriðjudaginn, Guðjón er að útskrifast úr Essex, (en Bretinn vill hafa útskriftir svona ári seinna svaka sniðugt, vinur minn er einmitt að útskrifast úr Oxford í miðri próftörn, sem þýðir að ég útskrifast úr UCL (sjö, níu, þrettán) sem sagt næsta vor!)
En þau koma til London á fimmtudaginn og verður snilld að hitta þau aftur, við kíkjum vafalaust út að borða:)
Reyndar er ég mest stressuð yfir einu! að finna prófstaðinn minn, jebb prófin mín eru út um alla London, ég get rétt ímyndað mér,,, "there are signal failures on the circle line" archhhhh sem sagt næstu daga verður farið í field trip um london til að finna þessa staði til að hægt sé að skipuleggja bestu leið og svo allavegna tvö backup plön!!

Ú lærði nýjan frasa í ensku í gær, en þannig er mál með vexti að Oliver vinur minn úr skólanum fór í mjög svo posh enskan heimavistarskóla og talar mjög mikla uppstéttar ensku að því leiti að stundum skilja ensku krakkarnir hann ekki. Segir orð eins og gingerly, dande, og svo orð sem ég man ekki eða kann ekki að skrifa, en hann sagði frasann bugger all sem í raun þýðir margt, hægt að nota sem blótsyrði og þá meira bugger off, eða eins og ég kann ekki neitt, I know bugger all! eða þá ég gerði ekki neitt, I did bugger all. Sem sagt nýr frasi spennandi!

2 Comments:

Blogger Cilla said...

Semsagt ógurlega spennandi líf hehehehehe

10:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Við hlökkum líka ógurlega til að hitta þig!!
Arna og bumbukrílin:)

10:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home