þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ísland best í heimi.

Jæja komin tími til að maður láti heyra í sér. Vikurnar líða fljótt og nóg að gera í skólanum, annars er það í fréttum að ég er búin að láta verða af því að skrá mig í hálfmaraþon þann 6. mars í Reading. Björn Arnar og frú eru líka búin skrá sig sem og einn hlaupagikkur úr bekknum mínum sem er að æfa sig fyrir maraþonið. Cilla verður í heimsókn þessa helgi svo hennar hlutverk verður að hvetja mig áfram.
Á morgun er bekkjarferð í keilu eftir Game Theory tíma kl átta. Við erlendu nemarnir töldu að það væri komin tími til að gera eitthvað sem væri ekki einungis tengt því að drekka bjór, en bretinn virðist eiga erfitt með það!! En að sjálfsögðu er seldur bjór á staðnum svo allir geta verið ánægðir, fancy a pint.
Annars hitti ég Íslending í dag, já í skólanum. Við vorum nokkur í pásu frá lærdómi að fá okkur kaffi á uppáhalds kaffihúsinu okkar Gordon´s sem selur hrikalega vont en ódýrt kaffi. Anyways ég segi við krakka, Guy´s I think the guy in the blue jacket is Icelandic! Svar frá þeim, "how do you know?" Mitt svar " I´m sure I have seen him in Iceland, and he looks Icelandic" Svo ég stóð upp og sagði, "afsakið en ertu ekki íslenskur" og svarið var "jú, hæ ég heiti Kári". Krakkarnir dóu úr hlátir en þess má geta að ég var nýbúin að skýra út fyrir þeim hvernig við unnum Breta í þorskastríðunum. Jebb Ísland best í heimi.

3 Comments:

Blogger Sóley said...

Hæ skvís!
Hrikalega ertu dugleg að kýlá á hálftmaraþon. Það hefur lengi verið draumurinn minn og vonandi rætist hann einhvern tíma hjá mér. Gangi þér vel, ég hef mikla trú á þér! Allt fínt að frétta héðan. Sigurveig búin að missa átta tennur þannig að þú getur ímyndað þér hvað hún er sæt. Hún er líka byrjuð í fimleikum í Gróttu og stendur þessa dagana meira á höndum en fótum. Sem sagt allt gott að frétta héðan.
Bestu kveðjur úr Bogahlíðinni...

10:29 e.h.  
Blogger Herdis said...

kári sig? þá bið ég að heilsa:) þú ert rosalega að ætla að hlaupa þetta! :)

3:00 f.h.  
Blogger Þóra said...

Sóley við skellum okkur bara í hálfmaraþonið í Reykjavík í ágúst:)
Annars hét hann víst Orri strákurinn svo þetta var ekki Kári Sig, hann er að taka master í bókmenntafræði.

12:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home