Sko....
síðasta laugardag þegar ég var að hlaupa í Regent Park (aldrei þessu vant) þá sá ég stelpu með bláan mini ipod á handleggnum. Eftir það var ég alveg veik, alveg viss um að ef ég fengi bleikan mini ipod og handlegsband (á ensku armband) þá gæti ég hlaupið miklu hraðar og lengur!!! Eftir miklar pælingar ákvað minn ástkæri og yndislegi kærasti að gefa mér snemmbúna valentínusargjöf og viti menn ég var að koma úr Regents Park hlaupandi með bleikan mini ipod á handleggnum, og ég hljóp tveimur km lengra en síðast þ.e.a.s komin í 18 (whicked)... Ég bjó til sérstakan playlist sem samanstendur af Justin, Britney, Destiny´s Child, Missy Elliot, Nelly, Girls aloud og pink.. Snilldin ein. Segi svo að maður sé ekki kúl (eða eins og bretinn myndi segja fit).
11 Comments:
Þóra mín,
ætlarðu nokkuð að draga okkur með þér út að hlaupa????
Ekki alveg í forminu sko...
Hildur
Mikið ertu dugleg Þóra mín! Ég skil vel að það hafi gengið betur að hlaupa með svona fínan ipod ;)Ég nenni einmitt aldrei að hjóla nema með tónlist í eyrunum, kveðja frá Arhus, Karen
Vá hvað þú ert dugleg :-) Nú verður þú fyrirmynd mín, langar svo að hlaupa maraþon!!!
Nú er það bara að drífa sig út, var líka að fá bleikan iPod Mini!!! Alveg spurning að bjóða Justin, Britney og félögum í heimsókn og drífa sig út!!! Gangi þér rosa vel í hálfmaraþoninu í mars!
Katrín mín ,við skellum okkur bara í hálfmaraþonið í Rvk í sumar, í stíl með bleiku ipodana á handleggnum:) Mestu gellurnar!!
Þú ert ekkert smá dugleg!!! Ég ætla hins vegar að segja pass við maraþoni í sumar ;) Má ég annars spyrja, hvað ertu lengi að hlaupa þetta???
eg hljop 18 km a laugardaginn og var ca 1:40 min. Vona ad na 22 km undir 2 timum en annars takmarkid bara ad klara.
Þú ætlar sko aldeilis að taka þetta með trompi :) Ekkert smá dugleg!
Annars vantar bara 3 km upp á hjá þér þar sem hálfmaraþon er 21 km. Gangi þér vel með undirbúninginn.
Úff, að hlaupa í 2 klukkutíma!!! Ég svitna sko bara við tilhugsunina... Mér finnst þú alveg ofsa ofsa dugleg ;o)
Takk girlies:)
Hvernig væri að mató stofnaði hlaupaklúbb næsta sumar:) En það er ótrúlegt hversu fljót maður getur unnið upp þol, ég byrjaði að slefa 5 km í byrjun jan. Svo færum við allar saman í maraþonið í sérstökum mató bolum hihihi.
knús kveðjur
Ég ætla einmitt að vera dugleg í hlaupinu um leið og ég er komin með Mini Ipod-inn minn ;)
ætla að halda áfram að vera sófadýr og skella mér með manninum mínum til minneapolis sem flugleiðir eru svo elskulegir að bjóða mér til í 3 nætur flug og hótel
Skrifa ummæli
<< Home