sunnudagur, janúar 16, 2005

Hlaup:)

Jæja þá er maður komin aftur "heim" til London. Skólinn er byrjaður og allt að komast í fyrra horf. Nýjársheitið mitt var eins og hefur komið fram að byrja að hlaupa. Jæja mín fór í Niketown og keypti nýja hlaupaskó og síðan ekki söguna meir. Hlaup 3-4 í viku er planið í dag hljóp ég ca 10 km:) Planið er jafnvel að hlaupa hálftmaraþon núna í mars og heilt þar næsta sumar í Reykjavík (eða bara næsta sumar, you never know). Það eru nokkrir hlaupgikkir með mér í bekk sem ég mun hlaupa með enda mun skemmtilegra að hlaupa með einhverjum þó að umræðuþættir á BBC london 94,9 hafi reynst vel.
Í gær fór ég á Portobello með Evu, Birni Arnari, Kristínu og Ken vini hans Björns. Ég keypti 3 nælur og eyrnalokka enda of!!! mikið af flottum glingri þarna á góðu verði. Ég sofnaði síðan kl 21:30 í gær enda nokkuð þreytt eftir að hafa farið út með hagfræðikrökkunum á föstudeginum frá 17-02 jebbs langt prógram farið beint eftir skóla með skólatöskuna í eftirdragi ala bretar!.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verður þá kallinn ekki að byrja að hlaupa líka. Það væri nú ekki gott ef ég gæti ekki haldið í þig. Það er ótrúlega erfitt að hlaupa í 1800 metra hæð hérna í Afganistan en ég verð að reyna mitt besta. Elska þig og sakna þín. Þinn Bjössi

12:44 e.h.  
Blogger Þóra said...

Þú verður að passa að fara þér ekki að voða með því að hlaupa í þessari hæð:) Ég lofa að bíða eftir þér:)
knús og kossar
Þóra

4:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home