sunnudagur, desember 05, 2004

Shakespeare:)

Það má með sanni segja að þessi dagur hafi verið fullur af Shakespeare!! Við stelpurnar ég, Eva og Melisa fórum saman að skoða The Globe. En það er sem sagt endurgerð af gamla Shakespeare leikhúsinu sem brann í stóra London eldinum. Þetta er útileikhús og því aðeins sýningar frá maí-september. Bæði eru sett upp leikrit bara með körlum ala Shakespeare fyrir 400 árum og með konum líka!! Fyrir þá sem hafa séð Shakespeare in love er þetta akkurat sami stílinn og leikhúsið þar. Við ætlum að fara saman í maí og panta miða við fyrsta tækifæri. Eftir að hafa upplifað Shakespeare svona sterkt í dag ákváðum við að hafa video kvöld með aðventuívafi. Ég bakaði muffins og við kveiktum á kertum og horfðum á Shakespeare in love í eldhúsinu. Svaka kósý en það eru komnar nýjar myndir af herlegheitunum á netið:):) En þar eru líka myndir frá síðasta aðventukaffi fyrir viku síðan þar sem við bökuðum piparkökur og brenndum súkkulaðikökur hihi:)
Annars var laugardagurinn góður, ég náði að kaupa slatta af jólagjöfum og læra:) En um kvöldið var Regina rússneska stelpan í bekknum mínum með afmælispartý á næturklúbbnum Opium í miðborg London, við hittumst öll á pub og fórum saman og ó mæ god Í felt old, en þess má geta að Regina er aðeins 21 árs!! og flestir á staðnum líklega yngri, ég fór snemma heim!

3 Comments:

Blogger isamaja said...

Bara 4 dagar þangað til Þóra kemur heim - jibbí!

11:56 f.h.  
Blogger Jón said...

Var ekki stór hluti Shakespeare in Love skotinn í The Globe?

Annars fór ég einu sinni á leikhús þarna, sá Kaupmanninn í Feneyjum. Því miður var rigning þetta kvöld, og liðið sem stóð úti undir beru lofti hafði fengið ponsjó afhent til að rennblotna ekki. Svo buldi rigningin á ponsjóunum og maður heyrði ekki mikið af textanum fyrir vikið.

10:24 f.h.  
Blogger Þóra said...

Reyndar var myndin tekin í studíó en það á að vera the Globe og er mjög líkt því. En maður tekur stóra áhættu með að fara í leikhúsið en ég held að það sé þess virði:):) Bara að kaupa sæti í bás með tækifæri til að labba um svo maður verði í skjóli ef rignir.

10:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home