miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Fréttir úr Lundúnarborg

Jæja þá loksins læt ég "heyra" í mér. Ég sit núna þessa stundina í herberginu mínu að horfa á íslenka idolið en mamma og pabbi komu með upptöku . En já mamma og pabbi komu í heimsókn þar síðasta laugardag og fórum heim síðasta miðvikudag, þau komu færandi hendi með skammt af séð og heyrt, íslenskan ost, íslenskt nammi, íslenskt brauð og íslenskan idol. Við höfum það gott saman fórum út að borða og löbbuðum London þvera og endilanga. Fórum meðal annars á Hagen daz og fengum okkur köku og kaffi, fékk mér double choco brownie with vanilla and chocolate dough icecream (snilldin ein) mæli með því! Svo kom Íris á föstudaginn:) Við kíktum á pubinn, út að borða og á Kensington High street og horfðum og Alias:):) Sem sagt höfðum það hrikalega kosý. Á morgun kemur svo kallinn og kosý helgi framundan. En þess á milli hef ég verið að læra og læra og svo meira að læra!!!
Maður veit að maður er orðin sorglegur hagfræðingur þegar maður gleðst óendanlega mikið yfir því að hafa leyst erfitt heimaverkefni!! Við sátum nokkur í hópvinnu herberginu í dag eftir skóla og náðum að leysa micro spurning eftir tveggja tíma vinnu og fagnaðarlætin sem komu í kjölfarið voru rosaleg hihihi!!

1 Comments:

Blogger isamaja said...

TAKK TAKK aftur fyrir að hafa mig síðustu helgi - þetta var alveg ógó GAMAN - er reyndar ekki neitt alltof vel stödd fjárhagslega eftir þessa ferð he he... but I will bounce back ;)

2:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home