þriðjudagur, október 12, 2004

Rauð rauð rauð er rauða kápan mín:)

Skólinn er byrjaður á fullu, heimadæmi, heimadæmi og heimadæmi!! Líst mjög vel á kennararana og þó ótrúlega megi virðast þá er bara skemmtilegt í hagrannsóknartímum. Krakkarnir í bekknum er líka mjög fínir, allavegna þeir sem ég hef kynnst:)
Helgin var mjög skemmtilegt, Rags kom í heimsókn frá York og eyddum við laugardeginum saman og lékum túrista. Fórum í Covent Garden og þar datt ég inn á útsölu á nine west skóm og uppskar rauða skó í stíl við rauðu kápuna mína (sbr. færslan á undan). Við kíktum síðan á Portobello market og vá hvað er mikið að flottum hlutum þar!!! langað í fullt!! En þar datt ég inn á rauða tösku í stíl við rauðu skónna mína og nýju rauðu kápuna mína(snilld). Um kvöldið fórum við tvær ( ég í rauðu fötunum mínum) og Björn Arnar út að borða í boði Ragnhildar (takk takk snúlla!) á mjög góðum indverskum stað, namm indverskur matur. Eftir matinn fórum við svo í partý hjá Alice sem er með mér í econ. og skemmtum okkur konunglega. Heimferðin var þó ekki áfallalaus. Við ákváðum nokkur að taka businn heim, ódýrt og nokkuð þægilegt. Við gerðum hins vegar regin mistök að því leiti að við fórum inn vitlausum megin við götuna (helv. vinstri umferð!) Og fórum í ranga átt í ca. hálftíma þegar einhvar sagði " I think we are going the wrong way we are actually going away from london!!" Þá þurftum við að taka annan bus til baka og tók þetta allt einn og hálfan tíma. Annars er allt gott að frétta!! Set líkalega inn myndir á morgun.
knús Þóra

4 Comments:

Blogger Katrin Dogg said...

Alltaf gaman að villast í strætó!!!!

Ég sá að þú ert búin að læsa einu albúmi, ef þú ætlar að læsa fleirum má maður þá fá lykilorðið :-) maður verður að fylgjast með gellunni meika það í London!!!

10:07 e.h.  
Blogger Gudjon said...

Já passa sig á því þeir keyra vitlausum megin á veginum þarna í UK :)

10:30 f.h.  
Blogger Ragnhildur said...

Takk kærlega fyrir mig, skemmti mér konunglega með þér í London! Hlakka til að endurgjalda greiðann í York.
Luv, RJ

4:07 e.h.  
Blogger Herdis said...

hae saeta min. sakna ykkar-hagfraedistelpna:) veistu um einhver skemmtileg dansstudio i ny.

2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home