föstudagur, október 01, 2004

Komin með nettengingu í herbergið:)

Jæja nú er allt að komast í fastar skorður, komin með netið heim, tímar byrja á mánudaginn og maður aðeins farin að glugga í bækurnar. Ég er líka búin að fara í tvo danstíma í Pineapple studios sem leiddi reyndar til þess að ég fékk harsperrur dauðans :) en þeir voru mjög skemmtilegir.
Bjössi fór heim á mánudaginn:( Það tók á en það þýðir víst ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar, vera doldil Pollýanna. Hann kemur svo að heimsækja mig áður en hann fer til Kabúl.
Ég er búin að fara tvisvar út á pub í vikunni (orðin eins og bretarnir bara). Fyrst með Evu sænsku stelpunni með mér í íbúð á þriðjudaginn það var mjög næs og í gær með Birni Arnari á LSE bar. Þar hitti ég fyrir fólk frá Colorado, California, Brasilíu, Ukraínu, Saudi Arabiu, New York, Kanada og fleira og fleira. Mj0g gaman og alltaf fékk ég sama commentið þegar ég sagðist vera íslensk eins og Björn " I thougt Icelandic girls were all blond with blue eyes" no we have brunettes too and also people with brown eyes!!! But is it really cold in Iceland, like to people freeze in the winter?? Well no it is not that different from the UK!!! oh really.... hi hi lots of fun
Set svo inn fullt af myndum um helgina:):)

3 Comments:

Blogger Þórhildur Ýr said...

Nóg að gerast hjá þér heyri ég!!! Hlakka til að sjá myndir um helgina :)

3:51 f.h.  
Blogger Harpa said...

Gaman að sjá myndir af lífinu þínu úti :o) Hlakka til að koma í heimsókn!!!

11:54 f.h.  
Blogger Karen Áslaug said...

En gaman að sjá myndir!!! Gangi þér vel að byrja í skólanum skvís :c)

8:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home