laugardagur, október 30, 2004

Dekur:)

Bjössi kom í heimsókn á þriðjudaginn og fór heim í morgun, heimsóknin var æðisleg og akkurat sem ég þurfti eftir miklar lærdómsvikur. Ég fékk að leika túrista í nokkra daga, skoða söfn, fara í London eye, fara út að borða:) og fara í verslunarleiðangur:):) Já kallin vildi dekra við mig og græddi ég skó, buxur, tvær peysur og boli. Auk þess fékk ég að knúsa hann áður en hann fer til Noregs í herþjálfun. Set inn myndir bráðlega af öllum herlegheitunum.
Sam-nemendur mínir voru allir mjög spenntir að fá að hitta the Icelandic Fireman það er ótrúlegt hvað fólki og þá sérstaklega stelpum finnst þetta spennandi. En þeim leist voða vel á hann enda ekki annað hægt.
Í kvöld er það svo Halloween partý hjá Oliver, það er fancy dress svo ég keypti horn, hala og sprota til að taka með í kvöld. Tek líklega fullt af myndum og set þær á síðuna við tækifæri.
knús og kram
Þóra

2 Comments:

Blogger isamaja said...

Oh, ég hlakka svo til að koma að heimsækja þig eftir tæpar tvær vikur :)

6:14 e.h.  
Blogger Þórhildur Ýr said...

Rosalega hefur karlinn nú verið góður við þig ;) Það er nú ekki leiðinlegt að láta dekra aðeins við sig - eitthvað segir mér að þú eigir alveg skilið að fá smá "dekurpásu" :)

7:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home