föstudagur, ágúst 13, 2004

Sól og sumar:)

Síðasta laugardag gæsuðum við Tótu og heppnaðist gæsunin rosalega vel. Ég hef sjaldan hlegið jafn mikið. Húmor kvöldsins var þessi svaka smekklega kaka sem við fengum frá bakarameistaranu, hef ég sjaldan séð jafn rosalega köku maður bara roðnaði ji, en myndir af því seinna.
Sólin síðustu daga hefur skilað sér í minni afköstum í vinnunni:) Á þriðjudeginum var tekið langt hádegishlé, á miðvikudeginum tók ég mér sólarfrí kl eitt og fór í sund og niður í fjöru á Álftanesi til að fá smá baðstrandarfíling með Bjössa og kisunum. Jón Oddur neitaðir reyndar að fara úr búrinu, algjör innikisa. Sem sagt gaman gaman. Í gær var svo grill og borðað úti í Hofslundinum og hittingur hjá hagfræðikids á Austurvelli þar sem setið var úti til kl 22. Í kvöld er það svo FAME með Bjössa, Ara litla(reyndar ekki svo lítill lengur stærri en ég) og Sigurveigu litlu:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home