miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Illt í tánni!!!

Á mánudaginn síðasta lét ég taka fæðingablett af stóru tánni minni því það ku vera hættulegur staður fyrir fæðingablett þ.e.a.s tær. Ég bjóst við smá plástri engu veseni en nei. Því skinnið er svo þunnt á tánnum þurfti skinnflutning!!! og ég er með sko huge pakkningu á tánni kemst bara í jesú-skónna mína, er á sýkla- og verkjalyfjum og labba eins og bavíani. Svo eru endurfundir í Verzló á föstudaginn eins gott að þetta verði orðið betra, maður verður nú að vera fínn þegar maður hittir alla gömlu skólafélagana.

1 Comments:

Blogger isamaja said...

heyrðu táslukona, vonandi verður þú duglegri að blogga þegar þú ert í útlandinu ;)

12:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home