miðvikudagur, júlí 07, 2004

Næstum því týnd kisa.

Á mánudaginn fór ég á kaffihús með Cillu og Írisi sem er ekki frásögum færandi nema hvað að þegar ég kom heim ég kom Jón Bjarni(Kisa)ekki hlaupandi á móti mér eins og hann gerir vanalega og aðeins Jón Oddur(Kisa) heilsaði mér. Ég spurði Bjössa um Jón Bjarna og hann sagði " hann var hérna rétt áðan hann er örugglega bara sofandi undir rúmi eða e-ð". En eftir svona 15 mín fór mér að hætta að lítast á blikuna því ég fann hann hvergi í íbúðinni og við búum á þriðju hæð!! Ég leitaði meira að segja inn í öllum skápum!! Bjössi ákvað þá að hlaupa niður og sjá hvort að kisi hefði nokkuð stokkið út um gluggann (á þriðju hæð), og viti menn hver var niðri á grasi að reyna komast undir klæðinguna á blokkinni annar en Jón Bjarni kisalingur, greyið litla. En sem betur fer slasaðist hann ekki, lenti á grasinu. Við erum almennt ekki með opna glugga (nema svalagluggana sem þeir ná ekki í)nema að loka herberginu en í þessu tilviki var glugginn í litla herberginu opin í smá stund og opið inn í það og Jón Bjarni forvitinn of course. Það fyndna við þetta var að greyið Jón Oddur (bróðir Jón Bjarna) hagaði sér mjög undarlega þegar hann fann ekki bróður sinn og hékk í okkur alveg miður sín, en gladdist mjög þegar hann kom aftur heill á húfi.

1 Comments:

Blogger Sara said...

Það er gott að hann var ómeiddur litla greyið :)

2:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home