fimmtudagur, júlí 22, 2004

London

Í fyrradag fengum við leigjendur að íbúðinni, systkyni sem eru að flytja í bæinn. Fegin að vera búin að ganga frá því. Í gær fékk ég síðan húsnæði í London, ég mun fá herbergi með baði í Frances Gardner House sem er nýr campus í miðri London rétt hjá Kings Cross.  Nú eru aðeins ca. átta viku í það að ég fari út. Vá hvað þetta er að verða raunverulegt allt saman.
En að öðru í gær fórum ég og Bjössi út að borða með Tótu og Hannesi á Hereford, mikið gasalega er þetta huggó staður mæli eindregið með honum:) Takk fyrir okkur Hannes:)
Bjössi stóð sig vel á meistaramótinu um síðustu helgi lenti í áttunda sæti sem má teljast mjóg góður árangur:) Hann náði loksins að spila undir pari á meistaramótinu og gat því loksins farið í klippingu ( en hann var komin með mikinn lubba) en hann ákvað bara að raka allt af!!!! Allt gott að frétta af kisum og finnst Jóni Bjarni skemmtilegast að leika sér í nýja skókassanum sínum!! hann fer ofan í kassan og felur sig, mjög skemmtilegur leikur. Jón Oddur passar hins vegar ekki í kassan enda töluvert meiri mathákur.


1 Comments:

Blogger Kristófer said...

Hei ég er að fara út eftir minna en mánuð, eini munurinn á viðverustöðum okkar er enginn möguleiki á að gera sig skiljanlegan á ensku og engin hnífapör :)

10:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home